CITES

CITES

Samningur um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu

 

Markmið samningsins er að vernda tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Samningurinn nær til milliríkjaverslun með lifandi og dauð dýr, plöntur og afurðir þeirra. Hann felur í sér reglur um inn- og útflutning. Þær tegundir sem um ræðir eru skráðar í sérstökum viðaukum sem má sjá hér.

Viðaukarnir eru þrír og byggir flokkunin á því hversu strangar reglur gilda um alþjóðlega verslun með viðkomandi tegundir:

Viðauki I: Í þessum viðauka eru tegundir sem eru í útrýmingarhættu. Alþjóðleg verslun með þessar tegundir er háð mjög ströngum reglum og er heimiluð aðeins í undantekningartilvikum og með því skilyrði að inn- og útflutningsleyfi sé fyrir hendi.

Viðauki II: Í þessum viðauka eru tegundir sem kunna að verða í útrýmingarhættu ef alþjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað. Alþjóðleg verslun með þessar tegundir er heimiluð með því skilyrði að útflutningsleyfi sé fyrir hendi. Nokkur aðildarríki krefjast þess einnig að fengið sé innflutningsleyfi.

Viðauki III: Í þessum viðauka eru tegundir sem verndaðar eru í einstökum aðildarríkjum samningsins og þau tilnefna í þeim tilgangi að önnur aðildarríki aðstoði þau við að koma í veg fyrir ólöglega verslun með þær. Alþjóðleg verslun með þessar tegundir er háð leyfi frá upprunalandi þeirra.
þau tilnefna í þeim tilgangi að önnur aðildarríki aðstoði þau við að koma í veg fyrir ólöglega verslun með þær. Alþjóðleg verslun með þessar tegundir er háð leyfi frá upprunalandi þeirra.

 Cites - langreið

Atvinnuvega- og nýsköpunuarráðuneytið fer með yfirstjórn mála er varðar nytjastofna sjávar og er Fiskistofa stjórnvaldsþáttur.

Samningurinn var gerður í Washington 3. mars 1973 og öðlaðist gildi 1. júlí 1975. Ísland gerðist aðili að samninginum 3. janúar 2000. Alls hafa 175 ríki samþykkt samninginn. 

Hvernig er sótt um leyfi til inn- eða útflutnings á afurðum dýra á CITES skrá?

 

Frekara efni

/li>


Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica