Fara beint í efnið

CITES samningur, verndun dýra og plantna í útrýmingarhættu

Fiskistofa og CITES

Cites samningnum er ætlað að vernda tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Samningurinn felur í sér reglur um inn- og útflutning á lifandi og dauðum dýrum, plöntum og afurðum þeirra.

Fiskistofa gegnir því hlutverki fyrir Íslands hönd að framfylgja samningnum þegar um sjávarlífverur er að ræða. Í því felst m.a. að Fiskistofa gefur út svokölluð CITES vottorð sem heimila út- og innflutning sjávarlífvera í útrýmingarhættu.

Hvað þarf til að fá CITES vottorð:

  • Fyrsta skref er að athuga hvort það sem um ræðir falli undir CITES samninginn, þetta eru þær tegundir lífvera sem falla undir samninginn.

  • Hafa skal samband við Fiskistofu í gegnum netfangið fiskistofa@fiskistofa.is og óska eftir CITES vottorði þar sem gefnar eru upp nákvæmar upplýsingar um hver lífveran og/eða afurðin er, ásamt þyngd, magni, sendanda og móttakanda.

  • Fiskistofa mun óska eftir nánari upplýsingum eftir því sem við á. Í sumum tilfellum þarf umsækjandi að útvega frekari gögn um lífveruna, t.d. umsögn frá Hafrannsóknastofnun eða Náttúrufræðistofnun.

Vakin er athygli á að í mörgum tilfellum má vænta þess að einnig þurfi að gefa út CITES vottorð hjá útflutnings- eða móttökulandinu. Í sumum löndum gilda strangari reglur en hér og því er mikilvægt að ganga úr skugga um að hitt landið samþykki flutninginn. Sem dæmi þá heimilar Ísland útflutning á hvalasýnum eða afurðum en mörg lönd munu ekki samþykkja slíkan innflutning til sín.

Vottorðið kostar 24.500 krónur

Þjónustuaðili

Fiski­stofa