Hvernig sæki ég um leyfi til inn- eða útflutnings á cites-listuðum sjávardýrum

Hvernig sæki ég um leyfi til inn- eða útflutnings á sjávardýrum á CITES skrá?

Innflutningur, útflutningur, endurútflutningur og aðflutningur úr sjó á eintökum þeirra tegunda sem reglugerð um framkvæmd samnings um þessi nær til, sbr. I.-III. viðauka, er háður leyfi.

Leyfi til slíks flutnings sjávarlífvera sem tilgreind er í viðaukum samningins þarf að sækja um til Fiskistofu. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru eftirfarandi;

1.         Innflytjandi, nafn og heimilisfang.

2.         Innflutningsland.

3.         Útflytjandi, nafn og heimilisfang.

4.         Sérstakar aðstæður, ef um þær er að ræða, t.d. um aðbúnað og meðferð lifandi dýra.

5.         Tilgangur viðskiptanna.

6.         Tegundir - vísindaheiti og almennt heiti dýrs eða plöntu.

7.         Lýsing á eintaki.

8.         Viðaukanúmer og uppruni.

9.         Magn/fjöldi - einingar meðtaldar.

10.       Upprunaland, útflutningsvottorð og leyfisnúmer.

11.       Útflutningsland/endurútflutningur.

12.       Dagsetning leyfis.

Upplýsingar og ráðgjöf skal leitað til Fiskistofu.

Hrefna á sundi í sléttum sjó


Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica