VS AfliYfirlit yfir VS-afla eftir tegundum
Tegund Afli á tímabili Samtals
1.9.2021til30.11.20211.12.2021til28.2.20221.3.2022til31.5.20221.6.2022til31.8.2022
Þorskur 236.914 0 0 0 236.914
Ýsa 127.460 0 0 0 127.460
Ufsi 1.303 0 0 0 1.303
Karfi/gullkarfi 5.855 0 0 0 5.855
Langa 9.600 0 0 0 9.600
Keila 3.212 0 0 0 3.212
Steinbítur 137 0 0 0 137
Skötuselur 164 0 0 0 164
Aðrar tegundir 29.320 0 0 0 29.320
Samtals 413.965 0 0 0 413.965
  • Aflatölur miðast við óslægðan fisk (kg).
  • Fyrir fiskveiðiárin til og með 2010/2011 gildir að heimildir í VS-afla voru reiknaðar í einu lagi fyrir fiskveiðiárið í heild. Frá og með fiskveiðiárinu 2011/2012 gildir almennt að VS-afli er reiknaður fyrir hvern ársfjórðung.
  • Upplýsingar sem Fiskistofa birtir á vefnum byggja á fyrirliggjandi gögnum og kunna að breytast vegna leiðréttinga. Frávik frá texta sem er settur eða birtur með stjórnskipulegum hætti hefur að sjálfsögðu ekki gildi.


Vs afli

Hvað er VS-afli?

VS-afli er afli sem landaður er utan aflamarks þess skips sem veiðir aflann og rennur andvirði aflans í Verkefnasjóð sjávarútvegs. 

Skipstjóra er heimilt að ákveða að hluti afla í veiðiferð reiknist ekki til aflamarks skipsins og skráir aflann sem VS-afla. Þessi heimild takmarkast við 0,5% af uppsjávarafla og 5% af öðrum sjávarafla og er háð því skilyrði að aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn og skráður sérstaklega. Þá er það einnig skilyrði að aflinn sé boðinn upp og seldur á fiskmarkaði. Útgerð skipsins fær 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar. Sá fiskmarkaður sem býður aflann upp sér um að skila andvirði aflans í ríkissjóðs að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið.

VS-aflaheimildin skiptist í fjögur þriggja mánaða tímabil á fiskveiðiárinu og er reiknuð út frá lönduðum afla skipsins. Ekki er heimilt að flytja ónýttar heimildir milli tímabilanna. Þó má miða ýsuafla og afla sem fæst sem meðafli við grásleppuveiðar, við heimild fiskveiðiársins í heild.


Reglur um VS-afla eru að finna í 11. gr. laga um stjórn fiskveiða og í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni .
Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica