Grásleppuveiðar

Grásleppuveiðar 2020

Áður var landinu skipt upp í sjö veiðisvæði við grásleppuveiðar en á fiskveiðiárinu 2019/2020 var því breytt og landið varð eitt veiðisvæði. Mikið var veitt í upphafi vertíðar og stöðvaði ráðherra veiðar á grásleppu frá og með 3. maí 2020. Þá höfðu veiðar ekki enn hafist í innanverðum Breiðafirði og fengu bátar með grásleppuréttindi þar leyfi til að veiðaí 15 daga að hámarki 15 tonnum. Grásleppuréttindi hafa þeir bátar sem höfðu slík réttindi1997 eða leiða slík réttindi af bátum sem höfðu þau það ár. 

Útgefin grásleppuleyfi fiskveiðiárið 2019/2020 voru 213 en þeim fækkaði talsvert frá árinu á undan, en þá voru þau 250. Líklega má útskýra fækkunina með því að einhverjir höfðu ekki byrjað þegar bannið var sett á.


Núorðið er grásleppunni að mestu landað óslægðri. Eins og meðfylgjandi stólparit sýna veiddust 5.305 tonn af grásleppu arið 2020 í grásleppunet, en það er talsverð aukning frá síðastliðnum tveimur vertíðum.


Upplýsingasíða um grásleppuveiðarFinna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica