Rækjuveiðar

Rækjuveiðar fiskveiðiárið 2020

Nokkuð hefur verið um breytingar í stjórn úthafsrækjuveiða undanfarin ár. Frá og með fiskveiðiárinu 2010/2011 var úthafsrækjan ekki lengur háð aflamarki og veiðar gefnar frjálsar. Sókn í úthafsrækjustofninn var þá stýrt á grundvelli ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla. Aflamarki í úthafsrækju var að nýju úthlutað frá og með fiskveiðiárinu 2014/2015 og var henni þá skipt í úthafsrækju og Snæfellsnessrækju eftir veiðisvæðum.Umtalsverður samdráttur varð í rækjuafla úr öllum rækjustofnum hér við land á fiskveiðiárinu 2016/2017 og fullyrða má að rækjuafli íslenskra skipa hafi dregist saman jafnt og þétt síðastliðin fiskveiðiár. Fiskveiðiárið 2019/2020 var afli í rækju einungis 2.782 tonn.
Gagnvirk síða:  Afli í rækju


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica