Tilkynningar

Aflamarksfærslur til 15. sept vegna 20/21

13.9.2021

Nú fer hver að verða síðastur til að laga stöðu sinna skipa vegna fiskveiðiársins 20/21. 

Fyrsta hálfa mánuð nýs fiskveiðiárs hefur verið hægt að færa aflamark milli skipa bæði vegna fiskveiðiársins 2020/2021 og 2021/2022.

Til og með 15. september á það við um rafræna millifærslukerfið þar sem hægt er að færa milli óskyldra aðila að það kerfi mun eingöngu nýtast til að færa aflamark sem tilheyrir fiskveiðiárinu 2020/2021.  

Þurfi menn á þessu tímabili að færa aflamark innan nýja fiskveiðiársins 2021/2022 er nauðsynlegt að senda inn beiðni til Fiskistofu þar um með gamla laginu, þ.e. með eyðublaði af vef Fiskistofu.  Tekið verður gjald fyrir aflamarksfærslur í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar.

Eftir 15. september verður síðan hægt að nýta rafræna kerfið til að millifæra aflamark innan nýja fiskveiðiársins.


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica