Tilkynningar

Áhugaverð laus störf

12.1.2021

Fiskistofa auglýsir eftir forritara á Akureyri og gagnagreini á Akureyri eða Vestmannaeyjum.  Umsóknarfrestur beggja starfa er til 25. janúar nk. 


Forritari

Vegna aukinna umsvifa leitum við eftir hressum liðsfélaga í góðan hóp forritara hjá Fiskistofu.  Ef þú hefur áhuga á nýsmíði  og nýjungum í upplýsingatækni þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig. 

Helstu verkefni:

  • Greining og þróun nýrra upplýsingatæknikerfa
  • Þátttaka í því að koma upplýsingatæknimálum Fiskistofu í fremstu röð
  • Framþróun á veflausnum
  • Þátttaka í ýmsum verkefnum á sviðinu

Gagnagreinir

Fiskistofa leitar eftir árangursdrifnum sérfræðingi í höfuðstöðvar sínar á Akureyri eða starfstöð Fiskistofu í Vestmanneyjum. Viðkomandi  mun hafa umsjón með og sinna greiningu á gögnum í gagnagrunnum Fiskistofu til að nota við veiðieftirlit stofnunarinnar og við framsetningu gagna á vef Fiskistofu. Starfið heyrir undir veiðieftirlitssvið þó starfið verði að hluta til þvert á stofnunina. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á áhuga örri þróun starfshátta og vinnubragða.

 

Helstu verkefni:

  • Greining gagna úr gagnagrunnum Fiskistofu til notkunar við veiðieftirlit
  • Tölfræðigreining úr gagnagrunnum Fiskistofu
  • Framsetning gagna úr gagnakeyrslum og greiningar (Data visual)
  • Þátttaka í innleiðingu á PowerBI verkfærum innan sviðsins og hjá Fiskistofu í heild
  • Bæta framsetningu á upplýsingum og greiningum á vef Fiskistofu

Nánari upplýsingar og tenglar í Starfatorg þar sem sótt er um störfin


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica