Tilkynningar

Álagning vegna ólögmæts sjávarafla á strandveiðum

20.7.2021

Nú fer fram vinna við álagningar vegna umframafla strandveiðibáta í maí og búast má við reikningum í heimabanka í dag. Strax í kjölfarið mun yfirlit berast vegna umframafla í júní og tækifæri fyrir útgerð til að andmæla skráningu. Mikilvægt er að skipstjórar strandveiðibáta tilkynni við löndun hvort ufsi sem veiðist skuli vera skráður sem strandveiðiafli í verkefnasjóð, en umframafli er reiknaður út frá öllum botnfisktegundum í hlutfalli við löndunina ef ufsinn er ekki skráður sem slíkur. Fiskistofa áréttar að ábyrgðin á því að afli sé rétt skráður liggur hjá skipstjórum.


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica