Tilkynningar

Gjald vegna fiskeldis í sjó 2022

18.11.2021

Samkvæmt  lögum nr. 89 frá 27. júní 2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð leggur Fiskistofa á gjald tvisvar á ári 15. ágúst vegna tímabilsins 1. janúar til 30. júní og 15. febrúar vegna tímabilsins 1. júlí til 31. desember.

Gjald á hvert kílógramm slátraðs lax á árinu 2022 er kr. 11,92

Gjald á hvert kílógramm slátraðs regnbogasilungs á árinu 2022 er kr. 5,96

Gjöldin eru byggð á fyrirmælum sem fram koma í 2. gr. laganna.


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica