Tilkynningar

Breytt stjórnsýsluframkvæmd

30.6.2020

Breytt stjórnsýsluframkvæmd: ítrekunaráhrif vegna áminninga

Með úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins 30. apríl 2020 í máli nr. ANR19110051 var leyst úr þeirri réttaróvissu sem ríkt hefur um áhrif ítrekunaráhrifa skv. 19. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að ítrekunaráhrif vegna áminninga skv. 3. mgr. 15. gr. laganna hefðu ekki réttaráhrif við ákvörðun viðurlaga vegna brota sem framin væru á öðrum skipum en þeim sem fyrra brot hefði verið framið á.

Framvegis mun stjórnsýsluframkvæmd Fiskistofu miðast við framangreinda niðurstöðu ráðuneytisins. Af úrskurði ráðuneytisins frá 18. desember 2018 í máli nr. ANR18020339 leiðir að ítrekunaráhrif fylgja ekki skipi við eigendaskipti eða þegar nýr útgerðaraðili tekur við því. Vakin er athygli á því að ítrekunaráhrif falla ekki niður ef sömu aðilar standa í raun á bak við eignarald og/eða útgerð skipsins fyrir og eftir aðilaskiptin.


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica