Tilkynningar

Fá tölvupóst um umframafla

2.12.2020

Lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar var breytt fyrr á árinu og tekur eftirfarandi breyting gildi 1. janúar 2021. Í 14. gr. laganna segir nú:

  • Bendi upplýsingar Fiskistofu til að skip hafi veitt umfram aflaheimildir sínar í einhverri tegund skal Fiskistofa tilkynna það útgerð og skipstjóra viðkomandi skips með tölvubréfi og jafnframt að skipið sé svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni frá og með fjórða virka degi hafi fullnægjandi aflaheimildir ekki verið fluttar til skipsins innan þess tíma.

Fiskistofa hvetur útgerðir til að tilkynna um netfang sem tilkynningar stofnunarinnar um umframafla eiga að berast á með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda það undirritað af til þess bærum aðila á fiskistofa@fiskistofa.is 

Við minnum á að útgerð og skipstjóra fiskiskips er eftir sem áður skylt að fylgjast með stöðu aflaheimilda skipa sinna með hliðsjón af úthlutuðum aflaheimildum, flutningi aflaheimilda og lönduðum afla.

Beiðni útgerðar um sendingu tilkynninga um umframaflastöðu í tölvupósti

Ath. að  eyðublaðið er skrifanlegt en e.t.v. þarf að gæta þess að opna það í forriti eins og Adobe Acrobat Reader en ekki í "skoðara" (viewer)  tengdum vafra.
Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica