Tilkynningar

Gámaútflutningur - breyting

27.12.2016

Breytt skil á upplýsingum um gámaútflutning á óunnum fiski

Frá og með áramótum færist upplýsingagjöf útflytjenda á óunnum fiski í gámum alfarið yfir í kerfi Fiskistofu fyrir vigtar- og ráðstöfunarskýrslur (VOR-kerfið).

  • Frá áramótum 2016/2017 eiga allir útflytjendur á óunnum fiski að hætta að skrá og tilkynna svonefnda "Áætlun um útflutning"

  • Ekki verður lengur þörf á að skila afritum af sölunótum erlendis til Fiskistofu

Vonast er til að þetta verði viðskiptavinum Fiskistofu til mikils hægðarauka.

 

Breytingin hefur eftirfarandi í för með sér fyrir útflutning í gám beint úr skipi:


  • Þegar um er að ræða útflutning í gám beint úr skipi við löndun þá skráist fiskurinn sem gámafiskur á hafnarvog. Þær upplýsingar verða forskráðar inn í VOR-kerfið

  • Þær útgerðir sem landa óunnum afla í gám samkvæmt skráningu á hafnarvog eiga að skila mánaðarlegum VOR-skýrslum um gámaútflutning

  • Í VOR-kerfinu eiga útflytjendur að skrá þann afla sem fer óunninn í gám. Þegar afla er ráðstafað með þeim hætti þarf útflytjandinn að skrá selt magn og verð erlendis í ISK og tilgreina viðtökulandið

  • Þeir útflytjendur sem hafa ekki á hendi vinnslu og hafa þar með ekki skilað VOR-skýrslum til þessa þurfa að sækja um aðgang að VOR-kerfinu og skila VOR-skýrslum mánaðarlega. Sjá leiðbeiningar

  • Enda þótt ekki verði lengur þörf á að skila afritum af sölunótum erlendis til Fiskistofu þá ber útflytjendum hins vegar að varðveita þær með aðgengilegum hætti þannig að Fiskistofa geti haft eftirlit með réttmæti upplýsingagjafar í VOR-skýrslum með því að kalla eftir afritum af frumgögnum um útflutninginn.Breytingin hefur eftirfarandi í för með sér fyrir útflutning í gám á fiski af markaði eða úr vinnslustöð:

  • Frá áramótum 2016/2017 skal hætta að skrá og tilkynna svonefnda "Áætlun um útflutning"

  • Skila skal mánaðarlegum VOR-skýrslum um gámaútflutninginn með sama hætti og verið hefur, þ.e. valin er ráðstöfunin  "Flutt út í gám"
  • Enda þótt ekki verði lengur þörf á að skila afritum af sölunótum erlendis til Fiskistofu þá ber útflytjendum hins vegar að varðveita þær með aðgengilegum hætti þannig að Fiskistofa geti haft eftirlit með útflutningnum með því að kalla eftir afritum af frumgögnum um hann
Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica