Tilkynningar

Koma skipa samningsaðila í NEAFC

10.5.2021

Á föstudag var reglugerðum um veiðar á tegundum á NEAFC svæðinu breytt til samræmis við reglur NEAFC um hafnarríkjaeftirlit og framkvæmd þess. Áréttað er að skip skulu tilkynna komu sína til komuríkisins hvort heldur sem er vegna löndunar, umskipunar eða til að leita þjónustu að öðru leyti. Ákvæði er í heild sinni:

„Áætli skip komu til hafnar samningsaðila NEAFC með afla af samningssvæði NEAFC, hvort heldur til löndunar, umskipunar eða til að leita þjónustu að öðru leyti, skal tilkynna þar til bæru yfir­valdi í viðkomandi ríki um komu skips til hafnar innan tiltekins frests sem ákveðinn er af hafnar­ríkinu í samræmi við reglur NEAFC um hafnarríkiseftirlit og framkvæmd þess.“


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica