Tilkynningar

Kynning á sérverkefnum Fiskistofu næsta föstudag

14.9.2021

Næsta föstudag mun Fiskistofa standa fyrir kynningu á þremur sérverkefnum og verður kynningunni streymt á heimasíðu Fiskistofu.

 

Um er að ræða eftirfarandi verkefni:

 

Kortasjá.  Tilgangur verkefnisins er að auðvelda aðgengi að svæðisbundnum upplýsingum sem tengjast lögum, reglum og öðrum ákvörðunum stjórnvalda er varða sjávarútveg og fiskeldi. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast upplýsingar um reglugerðarhólf og skyndilokanir í rauntíma. Þá er verið að vinna í að koma að frekari upplýsingum inn á vefsvæðið, t.a.m. upplýsingum um hnit vegna framkvæmda við veiðivötn og hnit vegna netalagna. 

 

Rekjanleiki. Tilgangur verkefnisins er að styrkja rekjanleika í upplýsingakerfi Fiskistofu, bæta rafræna skráningu og rafrænt eftirlit með fiskveiðum. Í því felst bætt skráning upplýsinga, betri rekjanleiki og bætt eftirlit með löndun.

 

Fiskistofa mun jafnframt kynna verkefnið mælaborð Fiskistofu, sem eykur aðgengi að upplýsingum um sjávarútveg í rauntíma. Mælaborðið er hugsað út frá notandanum og eykur möguleika aðila á að velja upplýsingar sem eru sérsniðnar að þeirra þörfum.

 

Tvö fyrrnefndu verkefnin voru unnin í tengslum við sérstaka fjárveitingu sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra vorið 2020 í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun opna viðburðinn og er áætlað að hann taki um 60 mínútur.

 

Viðburðinum verður streymt kl. 13:00 föstudaginn 17. september, hægt er að horfa á hann hér.


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica