Tilkynningar

Línuívilnun - breytt framkvæmd

31.8.2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 838/2020 sem er breyting á reglugerð 729/2020 um línuívilnun.

Í nýju reglugerðabreytingunni segir:

Útgerðaraðili skal tilkynna Fiskistofu fyrir fram um upphaf þess tíma sem línuveiðar skv. 1. gr. eru fyrirhugaðar. Fiskistofa ákveður nánar hvernig tilkynningunni skuli háttað. Tilkynningin gildir þar til útgerðaraðilinn tilkynnir um annað.


  • Þeir sem hafa haft línuívilnun virkjaða á fiskveiðiárinu 2019/2020 þurfa því ekki að sækja um línuívilnun aftur fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.
  • Þeir sem vilja taka af línuívilnun á bát og þeir sem  vilja hefja veiðar með línuívilnun en hafa ekki haft slíkt leyfi skulu tilkynna það með tölvupósti á linuivilnun@fiskistofa.is


.

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica