Tilkynningar

Skráning aflaupplýsinga

31.3.2022

Afladagbókarappi Fiskistofu hefur verið lokað frá og með 1. apríl. Þeir aðilar sem notuðu appið til að skila aflaupplýsingum þurfa því að skila aflaupplýsingum annaðhvort með eyðublaði frá Fiskistofu sem hægt er að nálgast hér á vefsíðunni undir þjónusta Fiskistofu eða smáforriti sem Trackwell hefur þróað og hægt er að ná í á www.hafsyn.is.

Eyðublað Fiskistofu má finna má hér til . Þeir sem fara þá leið þurfa að hafa í huga að aflaupplýsingum skal skilað við lok hverjar veiðiferðar áður en skip leggst að bryggju og skal eyðublaðið vera undirritað með rafrænum skilríkjum. Vakin er athygli á að tekið verður gjald vegna skila á eyðublaði til Fiskistofu.

 Þeir sem vilja frekari upplýsingar er bent á að senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is.

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica