Tilkynningar

Þjónustuloforð Fiskistofu

Starfsfólk Fiskistofu leggur sig fram við að svara erindum og afgreiða mál eins hratt og auðið er. Lögð er áhersla á rafræna og skilvirka þjónustu.

Eftirfarandi eru viðmið um afgreiðslutíma algengra þjónustubeiðna:

  • Afgreiðsla veiðileyfa - sótt er um flest veiðileyfi í gegnum þjónustugáttina UGGA. Sé umsókn fullnægjandi og berist hún fyrir kl. 14 á virkum degi stofnast greiðsluseðill í heimabanka umsækjanda. Sé seðillinn greiddur fyrir kl. 21 þann dag verður útgefið veiðileyfi tiltækt frá miðnætti á síðu umsækjandans í UGGA. Berist greiðsla seinna en kl. 21 seinkar útgáfu leyfis um sólarhring.  Greiða þarf fyrir kl. 21 á föstudegi eigi leyfi að verða orðið virkt á mánudegi. Hliðstæð regla gildir um almenna frídaga. Leyfi sem ekki er sótt um í gegnum UGGA verða gefin út allt að 3 virkum dögum frá móttöku fullnægjandi umsóknar og nauðsynlegra gagna. Vakin er athygli á að nauðsynlegt er að hafa fengið leyfi í hendur áður en haldið er til veiða.
  •  Millifærsla á aflamarki – útgerðir geta notað rafrænt kerfi Fiskistofu til að millifæra aflamark milli skyldra sem óskyldra aðila í rauntíma. Gegn hærra gjaldi er hægt að láta Fiskistofu annast millifærslur og það er nauðsynlegt í  tilfellum eins og  jöfnum skiptum milli útgerðarflokka, vegna veiðiheimilda í makríl og fleiru. Afgreiðsla getur tekið einn dag séu framlögð gögn fullnægjandi og ekki er tryggt að þær millifærslubeiðnir sem berast síðdegis eigi sér stað samdægurs.
  • Millifærsla á hlutdeildum – afgreiðsla getur tekið allt að tvo virka daga eftir móttöku fullnægjandi gagna.
  • Útgáfa veiðivottorða og vottorða vegna útflutnings á þorski til Bandaríkjanna* - útflytjendur gefa þau út í gegnum vefþjónustu og fá vottorðin samstundis ef innslegnar upplýsingar reynast réttar.
  • Vinnsluvottorð og CITES-vottorð – afgreidd samdægurs ef þau berast fyrir hádegi og öll nauðsynleg gögn liggja fyrir.
  • Útgáfa og endurnýjun vigtunarleyfa afgreiðslutími er allt að ein vika eftir að fullnægjandi gögn hafa borist.
  • Upplýsingar og aðstoð vegna reikninga er veitt á milli kl 10 og 12 virka daga.
  • Öflun gagna úr gagnagrunnum Fiskistofu og upplýsingaveita – allt að 3 virkir dagar en lengur þegar um flóknar fyrirspurnir er að ræða.
  • Aðgangur að rafrænum þjónustukerfum – veittur samdægurs ef beiðni berst fyrir hádegi.
  • Leyfi vegna framkvæmda við veiðivötn. Almennt er afgreiðslutími leyfa vegna framkvæmda við veiðivötn ein vika eftir að fullnægjandi gögn hafa borist.

 

Fyrirvari: Falli afgreiðslu- eða þjónustubeiðni ekki í almennan flokk eða komi upp tæknileg vandkvæði í kerfum Fiskistofu getur afgreiðsla tekið lengri tíma. Einnig þarf að hafa í huga að í sumum tilfellum, eins og við útgáfu vigtunarleyfa, gætu starfsmenn Fiskistofu þurft að gera úttekt hjá viðskiptavini og ræðst tímasetning á slíku af aðstæðum hverju sinni.


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica