Tilkynningar

4000 tonna pottur í makríl

22.7.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um úthlutun á viðbótarheimild í makríl skv. reglugerð nr. 725/2020 um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl. Fiskistofa bendir á að föstudagur er síðasti dagur til að sækja um veiðiheimildir í makríl sem úthlutað verður í næstu viku.

Stór breyting er frá fyrra ári þar sem bátar sem fá úthlutað viðbótarheimildum er óheimilt að millifæra af sér úthlutuðum makrílheimildum það sem eftir er veiðitímabilsins hvort sem þeim var úthlutað byggt á hlutdeildum eða séu viðbótarheimildir.

Greiða skjal gjald fyrir úthlutaðar heimildir sem nemur 1,69 kr/kg og hámarksúthlutun er 50 tonn.

Eyðublað fyrir umsókn um úthlutun,

Umsóknin sendist á fiskistofa@fiskistofa.is

 

Nánari upplýsingar um þær reglur sem gilda:

Bátar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði þegar viðbótarúthlutun er framkvæmd:

 • Skipið sé í B-flokki makrílveiða
 • Bátar með meira en 30 tonna aflamarksúthlutun skulu hafa veitt 75% af úthlutuðu aflamarki sínu.
 • Báturinn hafi veitt 50% af úthlutuðum viðbótaraflaheimildum
 • Báturinn hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni.

 

Svona fer viðbótarúthlutun fram:

 • Heimilt er að úthluta allt að 50 tonnum í senn á hvern bát
 • Gjald fyrir viðbótarúthlutun er 1,69 kr/kg (að auki verður veiðigjald innheimt síðar eins og fyrir annan afla í samræmi við reglur þar að lútandi)
 • Úthlutað verður vikulega til 15. september eða þar til vibótarheimildir hafa klárast
 • Umsóknir þurfa að berast fyrir lok föstudags
 • Umsóknir eru afgreiddar fyrsta virka dag vikunnar eftir og greiðsluseðlar sendir í heimabanka. Greiða þarf fyrir viðbótaraflaheimildina fyrir klukkan 21:00 annars virka dags vikunnar.
 • Úthlutunin fer fram í kjölfarið.
 • Viðbótaraflaheimildir eru óframseljanlegar og úthlutað aflamark skips verður óframseljanlegt.

 

Úthlutun fer fram vikulega:

 • Umsóknarfrestur er til loka föstudags
 • Greiðsluseðlar eru sendir út á mánudögum og greiða þarf í heimabanka fyrir fengna úthlutun fyrir klukkan 21:00 á þriðjudegi.
 • Viðbótarúthlutun skráist á skip á miðvikudegi

 

 

 

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica