Tilkynningar

Rafræn aflaskráning á strandveiðum

28.4.2021

Nú þegar strandveiðarnar eru rétt að byrja vill Fiskistofa benda á að öll aflaskráning fer nú fram rafrænt, annað hvort í gegnum afladagbókarapp í síma eða rafræna afladagbók.

Mikilvægt er að vera búinn að setja upp appið í tíma til að tryggja að allt sé í lagi og virki vel.

Þetta skiptir máli varðandi löndun á hafnarvog þar sem rafræn gögn  úr afladagbók skrást rafrænt inn í kerfi hafnarvigtarmanna og flýtir það fyrir vigtun og skráningu að hafa lokið öllum frágangi í afladagbókinni strax þegar veiðum lýkur og áður en landað er.

Hér eru leiðbeiningar um uppsetningu appsins 

Ef einhver vandamál koma upp við uppsetningu er velkomið að hafa samband við Fiskistofu í síma 5697900 alla virka daga milli kl. 8:30 og 12 og við aðstoðum eftir fremsta megni við uppsetninguna. Einnig má senda póst á afladagbok@fiskistofa.is.

Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu sem eru við eftirlit með löndunum munu einnig verða til aðstoðar og veita leiðbeiningar á vettvangi.


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica