Tilkynningar

Skilafrestur hlutdeildaflutninga er 1. ágúst (3.ágúst)

Athugið, þar sem 1. ágúst er frídagur er skilafrestur þriðjudaginn 3. ágúst

28.7.2021

Fiskistofa vekur athygli útgerða á að mikilvægt að þeir sem hyggjast flytja hlutdeildir milli skipa þannig að úthlutum á aflamarki í upphafi nýs fiskveiðiárs komi á skipið sem hlutdeild var flutt til gæti þess að skila inn umsókn um flutninginn ásamt ölllum fylgigögnum fullfrágegnnum fyrir 1. ágúst nk.

 

Mikilvægt er að þeir sem eru tæpir á að uppfylla veiðiskyldu fiskveiðiársins geri sér grein fyrir að þeir þurfa að ákveða af eða á hvort hlutdeildir verði áfram á viðkomandi skipi í síðasta lagi 31. júlí og skila í síðasta lagi þann dag umsókn með öllum fylgigögnum fullfrágengnum.

Nauðsynlegt að skila hlutdeildaflutningum fyrir 1. ágúst

Skila ber umsóknum um flutning aflahlutdeilda ásamt fullnægjandi fylgigögnum fyrir 1. ágúst nk. ef taka á tillit til hlutdeildaflutnings við úthlutun aflamarks um næstu fiskveiðiáramót.

Að öðrum kosti verður ekki tekið tillit til flutningsins um fiskveiðiáramótin.

Vakin er athygli á því að ef umsókn um flutning aflahlutdeildar/krókaaflahlutdeildar hefur ekki borist Fiskistofu fyrir 1. ágúst 2021 ásamt fullnægjandi fylgigögnum hefur flutningurinn ekki áhrif á úthlutun aflamarks á fiskveiðiárinu 2021/2022, sbr. 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 726/2020 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021.

Umsóknir ásamt fullnægjandi fylgigögnum þurfa því að berast Fiskistofu í síðasta lagi 31. júlí 2021.

Fiskistofa mun ekki afgreiða umsóknir um flutning hlutdeilda þannig að áhrif hafi á úthlutun aflamarks/krókaaflamarks fiskveiðiárið 2020/2021 ef þær berast eftir 31. júlí 2021. Fullnægjandi fylgigögn þurfa einnig að berast fyrir þann tíma. Þannig verður ekki hægt að senda inn umsókn fyrir umræddan frest og senda síðan inn viðeigandi fylgigögn seinna.

Ekki verður tekið á móti skilyrtum beiðnum um flutning sem óskað er eftir að gildi aðeins EF veiðiskylda næst ekki

Fiskistofa mun ekki taka tillit til fyrirvara á umsóknum um flutning hlutdeilda en umsækjendur geta dregið umsóknir sínar skriflega til baka hafi þær ekki verið afgreiddar af Fiskistofu.

Þetta gildir t.d. ef umsækjandi óskar eftir hlutdeildaflutningi ef ekki tekst að uppfylla veiðiskyldu. Slíkum beiðnum verður vísað frá.

Nauðsynlegt er að öll fylgigögn umsókna  og undirskriftir séu fullnægjani og frá gengin  fyrir 1. ágúst

Fiskistofa mun einnig  vísa frá þeim umsóknum sem berast eftir umræddan frest ef þær eru háðar annmörkum, s.s. óútfylltar, óundirritaðar, undirritaðar af röngum aðila, ekki undirritaðar af þeim sem rita firma félags eða vottaðar með ófullnægjandi hætti. Það sama á við ef fylgigögn skortir eða eru ófullnægjandi, s.s. þinglýsingarvottorð ekki stimplað af sýslumanni, umboð til undirritunar og samþykki veðhafa ekki meðfylgjandi eða samþykki veðhafa er óþinglýst. Ákvarðanir Fiskistofu um frávísun umsókna eru kæranlegar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fiskistofa vekur athygli á að einhvern tíma getur tekið að afla fullnægjandi fylgigagna með umsókn um flutning hlutdeilda og koma þeim í gegnum þinglýsingu.

Eyðublöð

Umsækjendum er bent á að nota umsóknareyðublöðin um flutning aflahlutdeilda/krókaaflahlutdeilda á vefsíðu Fiskistofu. Eyðublöðin eru uppfærð eftir þörfum og innihalda m.a. leiðbeiningar um fylgiskjöl og undirritanir.

Hér má nálgast umsóknareyðublöðin


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica