Tilkynningar
Skylda til að sleppa grásleppu við netaveiðar
Þar sem nokkuð hefur borið á grásleppu í meðafla netabáta undanfarið vill Fiskistofa árétta að skipum sem stunda netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar samkvæmt sérstöku leyfi Fiskistofu, er skylt að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin sbr. 3. gr. reglugerðar 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða.