Tilkynningar

Strandveiðar byrja vel

4.5.2021

Í gær, 3. maí 2021, hófust strandveiðar. Við upphaf strandveiða voru 395 bátar með strandveiðileyfi og nú í dag, 4. maí 2021, eru 434 bátar með virk strandveiðileyfi. 188 bátar eru á svæði A, 69 á svæði B, 56 á svæði C og 121 á svæði D. Í fyrra voru gefin út 331 strandveiðileyfi í upphafi og 249 árið þar á undan.

 

Alls voru veidd 162.233 kg af óslægðum botnfiski í um 230 löndunum. 88 tonn voru veidd á svæði A, 30 tonn á svæði B, 15 tonn á svæði C og 29 tonn á svæði D.


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica