Tilkynningar

Strandveiðiumsóknir

3.5.2021

Að gefnu tilefni viljum við benda á að það er að sjálfsögðu hægt að sækja um strandveiðileyfi hvenær sem er á strandveiðitímabilinu. 

Sé gengið frá umsókn fyrir kl 14 á virkum degi og greiðsluseðillinn sem þar með verður til í heimabanka er greiddur fyrir kl 21 um kvöldið þá verður strandveiðileyfið aðgengilegt  í  umsóknagáttinni UGGA um miðnæturbil og hægt þar með að hefja strandveiðar.


Því miður mátti skilja frétt RÚV nú í hádeginu þannig að lokað hafi verið fyrir strandveiðiumsóknir nú fyrir helgi. Væntanlega átti fréttamaðurinn við að til að hefja veiðar í morgun, 3. maí, þurfti að greiða  fyrir veiðileyfið  fyrir kl. 21 sl. föstudagskvöld.

Nánari uppýsingar um strandveiðarnar og umsókn um veiðileyfi

Hér er sótt um í UGGA

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica