Tilkynningar

Umsókn um byggðakvóta 2020/2021

Engar sérreglur

2.2.2021

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum reglugerðar nr. 728/2020 og breytingum á reglugerð  nr. 52/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021. Auglýst er eftir umsóknum fyrir:

Grundafjörður

Bolungarvík

Vopnafjörður

 

Umsóknargátt fyrir byggðakvóta 

Eyðublað fyrir staðfestingu á vinnslusamningi 

Leiðbeiningar:

Sækja skal um byggðakvóta í gegnum gáttina  hér að ofan.  Til þess að opna umsóknareyðublaðið þarf að nota kennitölu og íslykil  útgerðarinnar. Fylla skal út allar upplýsingar sem beðið er um. 

Staðfesting á samningi um vinnslu afla skal vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélagi.

Staðfestingu á vinnslusamningi skal skila sem fylgiskjali í umsóknargátt á sama tíma og sótt er um byggðakvóta.

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi þar sem við á.

Nánari upplýsingar 

Umsókn og vinnslusamning er skilað í gegnum rafrænu umsóknargáttina. 

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2021


Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica