Úthlutun aflamarks 2021/2022
Fiskistofa hefur gengið frá
úthlutun aflamarks og krókaaflamarks á fiskiskip á grundvelli hlutdeilda vegna
fiskveiðársins 2021/2022 sem hefst 1. september nk.
Nú er hægt að skoða úthutun á einstök skip á vef
Fiskistofu. Jafnframt sendir Fiskistofa útgerðum bréf með yfirliti yfir
úthlutun á skip þeirra.
Tekið skal skýrt fram að enn er úthlutun á nokkur skip ófrágengin vegna
álitamála og þess vegna birtist ekki úthlutun á þau. Af þessum sökum er gerður
fyrirvari um að úthlutun á öll skip getur enn breyst að einhverju leyti vegna
þessa eða annarra leiðréttinga.
Ennfremur skal bent á að úthlutað aflamark til báta sem voru á strandveiðum í
sumar birtist ekki fyrr en 1. september þegar strandveiðileyfin ganga úr gildi.