Tilkynningar

Veiðireynsla í grásleppu

2.10.2020

Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir veiðireynslu í grásleppu á árunum 2013 til 2020. 

Tilefnið er fram komið frumvarp til laga sem felur í sér kvótasetningu á grásleppu þar sem veiðireynsla grásleppubáta verður lögð til grundvallar úthlutun á  hlutdeildum.  Frumvarpið sjálft og viðbrögð við því má sjá í hlekknum hér að neðan:

Svæði frumvarpsins í samráðsgátt stjórnvalda


Yfirlit yfir afla grásleppubáta til veiðireynslu á árunum 2013 til 2020


Ábendingar:

  • Í yfirlitinu má sjá einstaka veiðiferðir þar sem afli í grásleppu er skráður  núll.  Þetta geta verið tilfelli þar sem ferð hefur verið leiðrétt en einnig geta þetta verið ferðir þar sem grásleppuafli reyndist ólöglegur. Slíkur afli telst ekki með í veiðireynslu þegar ákvarða skal hlutdeildir.
  • Veiðireynslunni er haldið til haga út frá númeri grásleppuréttinda og hún tilheyrir núverandi rétthafa. Fleiri en einn bátur getur hafa veitt á grundvelli sömu réttinda á tímabilinu frá 2013.


Útgerðir eru hvattar til að yfirfara gögnin og  koma með ábendingar eða athugasemdir ef einhverjar eru til Fiskistofu.

Senda skal ábendingar og athugasemdir á fiskistofa@fiskistofa.is

Þar sem leiðréttingar skv. ábendingum geta átt sér stað í listanum hér að ofan og frumvörp til laga eiga það til að breytast í meðförum þingsins þá er ekki tímabært að Fiskistofa reikni eða birti upplýsingar um hvernig hlutdeildasetning á grásleppu gæti litið út.






Finna skip

Tungumál síðu




banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica