Tilkynningar

Veiðiskylda - hnipp

19.7.2022

Þær útgerðir sem eiga fiskiskip sem ekki hafa uppfyllt veiðiskyldu fengu tilkynningu þess efnis inn á stafrænt pósthólf útgerðarinnar á island.is í dag.

Fiskistofa brýnir við útgerðir sem fengu hnipp að kynna sér aflamarksstöðu skipa í eigu útgerðarinnar. 

Hægt er að sjá aflamarksstöðu skipa og eftirstöðvar veiðiskyldu með því að fletta skipinu upp með skipaskrárnúmeri eða heiti í dálknum hér til hægri.


Ekki verður haft samband símleiðis vegna veiðiskyldu eins og verið hefur undanfarin ár heldur munu tilkynningar vera sendar í pósthólfið.


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica