Tilkynningar

Yfirlit reikninga frá Fiskistofu

12.10.2018

Við viljum vekja athygli á því að á síðunni www.island.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi, geta einstaklingar og fyrirtæki fengið upplýsingar er tengjast opinberum aðilum.


Nú eru allir reikningar Fiskistofu orðnir rafrænir. Þeir eru aðgengilegir í pósthólfi greiðenda á www.island.is

 

Fiskistofa hætti að senda út reikninga á pappír þann 1. maí 2020, en reikningana má alla finna eins og áður sagði inn á www.island.is undir „Mínar síður“.  Þeir koma bæði fram í pósthólfinu og undir „Fjármál“.

 

Nýtt á island.is

·         Hreyfingar:  Nú er hægt að skoða hreyfingar vegna gjalda við ríkissjóð og stofnanir ríkisins.

·         Umboðs- og aðgangsstýring:  Nú geta prókúruhafar fyrirtækja veitt starfsmönnum og öðrum sem sjá um fjármál fyrirtækisins umboð til að fara inná „Fjármál“ á island.is. Sjá frétt og nánari leiðbeiningar á heimasíðu fjársýslunnar www.fjs.is/frettir/nytt-a-island.is-1.


Markmiðið er að lækka viðskiptakostnað allra aðila, nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins með auknu framboði stafrænnar þjónustu og framfylgja umhverfissjónarmiðum.

Sjá nánar á stjornarradid.isFinna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica