Afladagbækur

Afladagbækur

Skipstjórum allra fiskiskipa er skylt að halda rafræna afladagbók. Afladagbók má skila í gegnum smáforrit fyrir snjallsíma eða rafrænt afladagbókarforrit frá Trackwell. Aflaskráningu skal vera lokið og aflaupplýsingar sendar til Fiskistofu með rafrænum hætti áður en skipi er lagt að bryggju að lokinni veiðiferð.

Fiskistofa vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum sem snúa að umsókn og uppsetningu afladagbókarforrits Trackwell og smáforrits fyrir snjallsíma í fiskiskip:


  • Mikilvægt er að tilgreina þann þjónustuaðila sem óskað er eftir að sjái um uppsetningu á rafrænu afladagbókinni frá Trackwell um borð. Fiskistofa kemur umsókninni til þess þjónustuaðila sem er valinn

  • Afladagbókarsmáforrit Fiskistofu má finna í Play store og App store undir „Afladagbókin“. Athugið hvort að snjallsími sé með allar nýjustu uppfærslur.


  • Mikilvægt er að skrá skipstjóra og símanúmer hans inn á www.aflaskraning.is áður en notkun á smáforritinu hefst. Við innskráningu á síðuna nota útgerðaraðilar kennitölu og íslykil útgerðarinnar. Ekki er hægt að notast við persónuleg rafræn skilríki nema að bátur sé skráður á þá kennitölu

  • Undanþága frá rafrænni afladagbók Trackwell og smáforriti í snjallsíma. Ef eigendur skipa telja aðstöðu um borð í skipum sínum þannig að ekki sé unnt að færa þar rafræna afladagbók eða önnur tæknileg vandamál koma upp, þá er Fiskistofu heimilt að veita tímabundna undanþágu, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, til að skila inn sérstökum rafrænum eyðublöðum með aflaupplýsingum á netfangið afladagbok@fiskistofa.is

  • Fiskistofa hvetur skipstjórnarmenn til þess að sækja tímanlega um rafræna afladagbók Trackwell eða setja upp afladagbókarsmáforritið, til þess að vera öruggir með uppsetningu um borð áður en farið er til veiða og að kynna sér vel reglugerð um afladagbækur.

Reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga

 Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica