Línuívilnun

Línuívilnun

Dagróðrabátar á línuveiðum geta í einstökum róðrum landað afla umfram aflamark í þorski, ýsu og steinbít. Þessi heimild er þó bundin við ákveðið hámark í hverri tegund og skilgreind tímabil.

Hér má sjá stöðu á afla til línuívilnunar.

Eftirfarandi skilyrði þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á línuívilnun:

  • Ekki mega önnur veiðarfæri vera um borð í bátnum
  • Hafi línan verið beitt í landi má landa 20% umfram þann afla sem reiknast til kvóta
  • Hafi línan verið stokkuð upp í landi má landa 15% umfram þann afla sem reiknast til kvóta
  • Báturinn komi til löndunar innan 24 klst. frá upphafi veiðiferðar
  • Sjálfvirkt tilkynningakerfi bátsins þarf að vera virkt
  • Útgerðaraðili tilkynni fyrirfram um upphaf þess tímabils sem línuveiðar með línu sem beitt er í landi eða sem stokkuð er upp í landi eru fyrirhugaðar. Tilkynningin gildir aldrei lengur en til loka fiskveiðiárs
  • Skipstjóri þarf að tryggja við vigtun og skráningu aflans á hafnarvog að veiðarfærið landbeitt lína eða línutrekt sé skráð sem veiðarfæri aflans í aflaskráningarkerfið GAFL

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra gefur út reglugerð þar sem tímabil, aflamagn og framkvæmd línuívilnunar eru nánar skilgreind. Auk þess tilkynnir ráðuneytið frá hvaða degi tiltekinn afli reiknast að fullu til aflamarks.

Tilkynning til Fiskistofu um fyrirhugaðar línuveiðar

Senda á  tilkynningu í tölvupósti á netfangið:  linuivilnun@fiskistofa.isÍ tilkynningunni þarf að koma fram skipaskrárnúmer viðkomandi báts og upphaf þess tíma sem línuveiðar með línu, sem beitt er í landi eða sem stokkuð er upp í landi, eru fyrirhugaðar. Tilkynningin gildir aldrei lengur en til loka fiskveiðiárs.

Athygli er vakin á að umsókn í tölvuposti telst því aðeins móttekin að sjálfvirk staðfesting Fiskistofu á móttökunni berist sendandanumTrilla við landslag


Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica