Úthafsveiðar

Úthafsveiðar

Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögum annarra ríkja sem aðili að Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO) og Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC). Deilistofnar eru flökkustofnar, stofnar sem eru ekki staðbundnir heldur flakka á milli lögsagna og þar með veiðisvæða, eins og til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk íslensk síld. Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning við Rússa og Norðmenn um veiðar íslenskra skipa á þorski í Barentshafi innan lögsagna þeirra.

Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa til veiða í lögsögum annarra ríkja og heldur utan um afla úr deilistofnum eftir veiðisvæðum, sjá hér. Á þessum kafla vefjarins er að finna upplýsingar um reglur á ólíkum veiðisvæðum.

Brimnes á siglingu


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica